Íslenski hópurinn verður áfram í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2017 11:29 Felix Bergsson með hjónunum Einari og Svölu á blaðamannafundi á dögunum. vísir/eurovision.tv „Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“ Eurovision Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
„Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“
Eurovision Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira