Lífið

Áttan fylgir NEINEI-slagaranum eftir með nýju lagi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sonja Rut Valdin syngur lagið Ekki Seena.
Sonja Rut Valdin syngur lagið Ekki Seena. Vísir/Skjáskot
Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf í dag út tónlistarmyndband við lagið Ekki Seena. Lagið er lokalag samnefndrar smáþáttaseríu úr smiðju hópsins. Fyrr í ár gaf Áttan út hið geisivinsæla NEINEI en það var einnig lokalag sambærilegrar netþáttaraðar.

Ekki Seena fjallar um ástarsamband á öld samfélagsmiðla, sem hefur ýmis vandamál í för með sér. Titill lagsins vísar í sígilt vandamál, þ.e. að senda einhverjum sem er manni hugleikinn skilaboð, sem viðkomandi les án þess að svara.

Aron Ingi Davíðsson og Sonja Rut Valdin, meðlimir Áttunnar, flytja lagið sem Ingi Bauer og Lárus Örn pródúsera. Myndbandið er tekið upp á sólríkum degi við flæðarmálið.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa og hlusta á sumarsmellinn Ekki Seena:

Og hér má hlusta á hið geysivinsæla NEINEI:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×