Innlent

Dagsektir lagðar á hrossaeiganda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslenskir hestar í íslenskum haga.
Íslenskir hestar í íslenskum haga. Vísir/GVA.
Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin.

Óheld girðing meðfram þjóðvegi veldur hættu fyrir dýr og menn, auk þess sem víra- og snæraflækjur innan girðingar valda slysahættu fyrir hestana.

Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar, að því er kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra að mati Matvælastofnunar innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir.

Úrbætur voru ekki gerðar innan fimm daga og leggjast því sektir að upphæð 25 þúsund krónur á dag á umráðamann hrossanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×