Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 19:45 Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi.
Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00