Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 19:45 Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi.
Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00