Mannsæmandi laun til að lifa af hingað til eilífðarverkefni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Þó önnur verkefni kunni að bætast við í framtíðinni þá er stærsti slagurinn enn að tryggja öllum mannsæmandi laun til að lifa af. Þetta er mat framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands. Tækninni hefur fleytt fram á gífurlegum hraða undanfarin ár og áratugi og með áframhaldandi þróun eru ýmis störf sem eiga á hættu að deyja út. Hjá Starfsgreinasambandinu hafa menn merkt slíka þróun mála en hingað til hefur það ekki komið að sök. „Það má búast við miklum breytingum á næstu áratugum. Við verðum að bíða og sjá hvert þetta leiðir og tryggja að fólk geti sótt menntun til að takast á við framtíðina,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. „Víða hafa störf tapast í framleiðslu en þá hafa skapast ný í þjónustu.“ Drífa vísar þar meðal annars til starfa í ferðaþjónustu. „Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að taka mið af en þetta hefði verið mikið áhyggjuefni ef önnur störf hefðu ekki komið í staðinn.“ Enn sem komið er er þetta hins vegar ekki mest aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. „Helsta verkefnið er að koma lágmarkslaunum á þann stað að hægt sé að lifa af þeim. Við höfum ekki borið gæfu til að ljúka því verkefni. Þá er húsnæðisvandinn aðkallandi sem og umræðan um tekjujöfnun og jöfnuð í samfélaginu öllu,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þó önnur verkefni kunni að bætast við í framtíðinni þá er stærsti slagurinn enn að tryggja öllum mannsæmandi laun til að lifa af. Þetta er mat framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands. Tækninni hefur fleytt fram á gífurlegum hraða undanfarin ár og áratugi og með áframhaldandi þróun eru ýmis störf sem eiga á hættu að deyja út. Hjá Starfsgreinasambandinu hafa menn merkt slíka þróun mála en hingað til hefur það ekki komið að sök. „Það má búast við miklum breytingum á næstu áratugum. Við verðum að bíða og sjá hvert þetta leiðir og tryggja að fólk geti sótt menntun til að takast á við framtíðina,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. „Víða hafa störf tapast í framleiðslu en þá hafa skapast ný í þjónustu.“ Drífa vísar þar meðal annars til starfa í ferðaþjónustu. „Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að taka mið af en þetta hefði verið mikið áhyggjuefni ef önnur störf hefðu ekki komið í staðinn.“ Enn sem komið er er þetta hins vegar ekki mest aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. „Helsta verkefnið er að koma lágmarkslaunum á þann stað að hægt sé að lifa af þeim. Við höfum ekki borið gæfu til að ljúka því verkefni. Þá er húsnæðisvandinn aðkallandi sem og umræðan um tekjujöfnun og jöfnuð í samfélaginu öllu,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira