Ætla að fá þúsund manns á Úlfarsfell Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 11:38 Vígalegur Reynir leiðir hóp sinn á topp Úlfarsfells. Nú stendur mikið til því þúsundasta ferðin verður farin tíunda þessa mánaðar. vignir þröstur „Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“ Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira