Standa mótmælavakt við rússneska sendiráðið vegna hatursglæpa í Téténíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:34 Tveir mótmælendur stóðu vaktina við sendiráðið þegar ljósmyndari Vísis renndi þar við. vísir/eyþór Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira