„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 8. maí 2017 17:00 Mikið að gera hjá Felix úti í Úkraínu. „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira