Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Sæunn Gísladóttir skrifar 9. maí 2017 08:00 Nemendur í Hagaskóla stóðu sig best að meðaltali í ensku og íslensku í tíunda bekk. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum versnar niðurstaða nemenda í Reykjavík og Suðurkjördæmi í öllum fögum milli ára. Niðurstöðurnar sýna að bilið er enn að breikka milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að sögn forstjóra Menntamálastofnunar. Prófin voru lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í marsmánuði um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma. Allt fyrir ofan 32 þykir góð útkoma. Samkvæmt niðurstöðunum standa nemendur í Suðvesturkjördæmi að meðaltali best í íslensku og skoruðu 31,1 á kvarðanum, en nemendur í Suðurkjördæmi verst og skoruðu 28,4 að meðaltali. Nemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu best í stærðfræði og skoruðu 31,7 en nemendur í Norðvesturkjördæmi stóðu sig verst og skoruðu 26,7 að meðaltali. Nemendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi stóðu jafnfætis í ensku og skoruðu 31,4 en þar stóðu nemendur í Norðausturkjördæmi verst og skoruðu 26,9 að meðaltali. Milli áranna 2015 og 2017 versnaði niðurstaða nemenda í öllum fögum í Reykjavík og Suðurkjördæmi, en nemendur í Suðvesturkjördæmi bættu sig í öllum fögum. Eftir stendur að nemendur af höfuðborgarsvæðinu standa sig best, líkt og fyrri ár. Sé litið til einstakra skóla stóð 10. bekkur í Hagaskóla best í íslensku og ensku en tíundi bekkur í Garðaskóla best í stærðfræði. „Ef maður horfir á dreifinguna milli landshluta þá virðist bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis halda áfram að breikka,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.„Við þurfum að horfa á þennan mun út frá aðstöðu. Á landsbyggðinni eru skólar sem fá kannski ekki jafn góða þjónustu og stuðning eins og á höfuðborgarsvæðinu, smærri sveitarfélög sem eiga erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,” segir Arnór. „Eins erum við að sjá það í PISA-niðurstöðum að við erum ekki að standa okkur nógu vel varðandi menntun nemenda af erlendum uppruna.“ Arnór er þó vongóður um að vinna Menntamálastofnunar m.a. í gegnum lestrarátak, muni skila sér í bættum einkunnum. 9. og 10. bekkir um allt land tóku prófin samtímis í fyrsta og eina skiptið í ár. Prófin hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk en voru færð til vors í níunda bekk, samkvæmt tillögu Menntamálastofnunar. Á næsta ári þreytir eingöngu níundi bekkur prófið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum versnar niðurstaða nemenda í Reykjavík og Suðurkjördæmi í öllum fögum milli ára. Niðurstöðurnar sýna að bilið er enn að breikka milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að sögn forstjóra Menntamálastofnunar. Prófin voru lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í marsmánuði um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma. Allt fyrir ofan 32 þykir góð útkoma. Samkvæmt niðurstöðunum standa nemendur í Suðvesturkjördæmi að meðaltali best í íslensku og skoruðu 31,1 á kvarðanum, en nemendur í Suðurkjördæmi verst og skoruðu 28,4 að meðaltali. Nemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu best í stærðfræði og skoruðu 31,7 en nemendur í Norðvesturkjördæmi stóðu sig verst og skoruðu 26,7 að meðaltali. Nemendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi stóðu jafnfætis í ensku og skoruðu 31,4 en þar stóðu nemendur í Norðausturkjördæmi verst og skoruðu 26,9 að meðaltali. Milli áranna 2015 og 2017 versnaði niðurstaða nemenda í öllum fögum í Reykjavík og Suðurkjördæmi, en nemendur í Suðvesturkjördæmi bættu sig í öllum fögum. Eftir stendur að nemendur af höfuðborgarsvæðinu standa sig best, líkt og fyrri ár. Sé litið til einstakra skóla stóð 10. bekkur í Hagaskóla best í íslensku og ensku en tíundi bekkur í Garðaskóla best í stærðfræði. „Ef maður horfir á dreifinguna milli landshluta þá virðist bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis halda áfram að breikka,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.„Við þurfum að horfa á þennan mun út frá aðstöðu. Á landsbyggðinni eru skólar sem fá kannski ekki jafn góða þjónustu og stuðning eins og á höfuðborgarsvæðinu, smærri sveitarfélög sem eiga erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,” segir Arnór. „Eins erum við að sjá það í PISA-niðurstöðum að við erum ekki að standa okkur nógu vel varðandi menntun nemenda af erlendum uppruna.“ Arnór er þó vongóður um að vinna Menntamálastofnunar m.a. í gegnum lestrarátak, muni skila sér í bættum einkunnum. 9. og 10. bekkir um allt land tóku prófin samtímis í fyrsta og eina skiptið í ár. Prófin hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk en voru færð til vors í níunda bekk, samkvæmt tillögu Menntamálastofnunar. Á næsta ári þreytir eingöngu níundi bekkur prófið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira