Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Sæunn Gísladóttir skrifar 9. maí 2017 08:00 Nemendur í Hagaskóla stóðu sig best að meðaltali í ensku og íslensku í tíunda bekk. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum versnar niðurstaða nemenda í Reykjavík og Suðurkjördæmi í öllum fögum milli ára. Niðurstöðurnar sýna að bilið er enn að breikka milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að sögn forstjóra Menntamálastofnunar. Prófin voru lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í marsmánuði um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma. Allt fyrir ofan 32 þykir góð útkoma. Samkvæmt niðurstöðunum standa nemendur í Suðvesturkjördæmi að meðaltali best í íslensku og skoruðu 31,1 á kvarðanum, en nemendur í Suðurkjördæmi verst og skoruðu 28,4 að meðaltali. Nemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu best í stærðfræði og skoruðu 31,7 en nemendur í Norðvesturkjördæmi stóðu sig verst og skoruðu 26,7 að meðaltali. Nemendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi stóðu jafnfætis í ensku og skoruðu 31,4 en þar stóðu nemendur í Norðausturkjördæmi verst og skoruðu 26,9 að meðaltali. Milli áranna 2015 og 2017 versnaði niðurstaða nemenda í öllum fögum í Reykjavík og Suðurkjördæmi, en nemendur í Suðvesturkjördæmi bættu sig í öllum fögum. Eftir stendur að nemendur af höfuðborgarsvæðinu standa sig best, líkt og fyrri ár. Sé litið til einstakra skóla stóð 10. bekkur í Hagaskóla best í íslensku og ensku en tíundi bekkur í Garðaskóla best í stærðfræði. „Ef maður horfir á dreifinguna milli landshluta þá virðist bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis halda áfram að breikka,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.„Við þurfum að horfa á þennan mun út frá aðstöðu. Á landsbyggðinni eru skólar sem fá kannski ekki jafn góða þjónustu og stuðning eins og á höfuðborgarsvæðinu, smærri sveitarfélög sem eiga erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,” segir Arnór. „Eins erum við að sjá það í PISA-niðurstöðum að við erum ekki að standa okkur nógu vel varðandi menntun nemenda af erlendum uppruna.“ Arnór er þó vongóður um að vinna Menntamálastofnunar m.a. í gegnum lestrarátak, muni skila sér í bættum einkunnum. 9. og 10. bekkir um allt land tóku prófin samtímis í fyrsta og eina skiptið í ár. Prófin hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk en voru færð til vors í níunda bekk, samkvæmt tillögu Menntamálastofnunar. Á næsta ári þreytir eingöngu níundi bekkur prófið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum versnar niðurstaða nemenda í Reykjavík og Suðurkjördæmi í öllum fögum milli ára. Niðurstöðurnar sýna að bilið er enn að breikka milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins að sögn forstjóra Menntamálastofnunar. Prófin voru lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í marsmánuði um land allt. Niðurstöður prófanna eru gefnar á kvarða þar sem 30 er meðaltal. Stigaskor skólanna frá 29 til 31 þykir innan meðaltals en allt fyrir neðan 28 þykir slæm útkoma. Allt fyrir ofan 32 þykir góð útkoma. Samkvæmt niðurstöðunum standa nemendur í Suðvesturkjördæmi að meðaltali best í íslensku og skoruðu 31,1 á kvarðanum, en nemendur í Suðurkjördæmi verst og skoruðu 28,4 að meðaltali. Nemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu best í stærðfræði og skoruðu 31,7 en nemendur í Norðvesturkjördæmi stóðu sig verst og skoruðu 26,7 að meðaltali. Nemendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi stóðu jafnfætis í ensku og skoruðu 31,4 en þar stóðu nemendur í Norðausturkjördæmi verst og skoruðu 26,9 að meðaltali. Milli áranna 2015 og 2017 versnaði niðurstaða nemenda í öllum fögum í Reykjavík og Suðurkjördæmi, en nemendur í Suðvesturkjördæmi bættu sig í öllum fögum. Eftir stendur að nemendur af höfuðborgarsvæðinu standa sig best, líkt og fyrri ár. Sé litið til einstakra skóla stóð 10. bekkur í Hagaskóla best í íslensku og ensku en tíundi bekkur í Garðaskóla best í stærðfræði. „Ef maður horfir á dreifinguna milli landshluta þá virðist bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis halda áfram að breikka,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.„Við þurfum að horfa á þennan mun út frá aðstöðu. Á landsbyggðinni eru skólar sem fá kannski ekki jafn góða þjónustu og stuðning eins og á höfuðborgarsvæðinu, smærri sveitarfélög sem eiga erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,” segir Arnór. „Eins erum við að sjá það í PISA-niðurstöðum að við erum ekki að standa okkur nógu vel varðandi menntun nemenda af erlendum uppruna.“ Arnór er þó vongóður um að vinna Menntamálastofnunar m.a. í gegnum lestrarátak, muni skila sér í bættum einkunnum. 9. og 10. bekkir um allt land tóku prófin samtímis í fyrsta og eina skiptið í ár. Prófin hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk en voru færð til vors í níunda bekk, samkvæmt tillögu Menntamálastofnunar. Á næsta ári þreytir eingöngu níundi bekkur prófið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira