Lífið

Aron Can spilar á Þjóðhátíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Aron Can.
Aron Can. Vísir/Ernir
Rapparinn Aron Can mun koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. Hann er einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessa mundir en lagið Fullir vasar er eitt mest spilaða lagið hér á landi undanfarna mánuði.

Fyrir er búið að gefa út að fjölmargir aðrir listamenn og hljómsveitir muni koma fram. Þar á meðal eru: Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Hildur, Skítamórall, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik Ómari og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl, Stuðlabandið og Brimnes.

Forsala miða á Þjóðhátíð stendur nú yrir á dalurinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×