Hugnaðist ekki að selja bröskurum landið eins og „einhverjir aðrir stjórnmálamenn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 22:35 Frá undirritun sölusamningsins. Vísir/Anton Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24