Hugnaðist ekki að selja bröskurum landið eins og „einhverjir aðrir stjórnmálamenn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 22:35 Frá undirritun sölusamningsins. Vísir/Anton Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24