Sautján Skagfirðingar missa vinnuna Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Rekstur Háholts kostar um 150 milljónir á ári. vísir/gva Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði verður lokað þann 1. september næstkomandi. Sautján starfsmenn missa vinnuna og segir Hinrik Már Jónsson, einn rekstraraðila Háholts, sérhæft starfsfólk ekki fá vinnu við hæfi í Skagafirði eftir lokun meðferðarheimilisins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir ákvörðunina um að loka Háholti hafa að einhverju leyti verið einfalda. „Kjarninn er í sjálfu sér augljós. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið ófullnægjandi í áraraðir. Það er ekki hægt að réttlæta rekstur sem er eins dýr og raun ber vitni miðað við þá slöku nýtingu sem er á úrræðinu,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valli„Fyrir næstum tveimur áratugum tók Háholt til starfa í samræmi við bestu vitneskju um það sem menn höfðu í meðferðarmálum barna, hvert virkasta úrræðið var og hvað væri best fyrir börnin. Á þessum tíma hafa orðið stórstígar breytingar á þekkingu manna hvað virkar í meðferðum barna og hvað ekki. Það er liðin tíð að reka staði eins og Háholt,“ bætir Bragi við. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra segir verið að setja upp nýtt meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu og að frumkvæði að lokun Háholts hafi komið frá rekstraraðilum þess. „Bréf barst frá rekstraraðilunum sjálfum um að þeir vildu ekki framlengja samninginn sem þeir höfðu við Barnaverndarstofu sem rennur út þann 1. september,“ segir Þorsteinn. „Barnaverndarstofu er því falið að finna lausnir. Nú er verið að byggja upp meðferðarúrræði nær höfuðborgarsvæðinu.“ Barnaverndarstofa lagði það til við Eygló Harðardóttur, þáverandi velferðarráðherra, að loka Háholti þar sem lítil notkun réttlætti ekki fjármagnið til þess. Eygló ákvað hins vegar að gera nýjan samning við Hádranga ehf. um reksturinn. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson, yfirmenn í Háholti og eigendur fyrirtækisins sem reka stofnunina, vildu ekki ræða við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira