Innlent

Skagfirðingar fá engin svör um lokun Háholts

Sveinn Arnarsson skrifar
Stefán Vagn Stefánsson er formaður byggðaráðs Skagafjarðar.
Stefán Vagn Stefánsson er formaður byggðaráðs Skagafjarðar. vísir/valli
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs í Skagafirði, gagnrýnir þá ákvörðun Barnaverndarstofu að loka Háholti í Skagafirði með þeim afleiðingum að 17 starfsmenn missa vinnuna.

Háholt hóf rekstur rétt fyrir aldamót og var farið í miklar endurbætur á húsinu árið 2014. Þær endurbætur voru greiddar af sveitarfélaginu Skagafirði.

„Í raun vitum við ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Ráðuneytið eða barnaverndaryfirvöld hafa ekki komið að máli við okkur,“ segir Stefán Vagn. „Við höfum ýmsar spurningar sem við viljum fá svör við og munum við eiga samtal við velferðarráðherra vegna málsins.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×