Ólafur segir dýrara í sumum tilfellum að taka flugrútuna en að leggja í langtímastæði Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 14. apríl 2017 12:10 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. Vísir/Pjetur Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11
Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30