Upplifun fjölskyldunnar ekki með þeim hætti sem spítalinn vildi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. apríl 2017 20:36 Hafþór Magni Sólmundsson segir að bæta verði úr alvarlegum samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira