Stjörnurnar mæta ávallt á hátíðina eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum um helgina. Íslenska bandið Kaleo sló í gegn um helgina en enginn vakti jafn mikla athygli og kvikmyndatónskáldið þýska Hans Zimmer.
Zimmer er eitt af virtustu og afkastamestu kvikmyndatónskáldunum í Hollywood með yfir hundrað kvikmyndir á ferilskránni, þar á meðal stórmyndir á borð við Rain Man, The Lion King, Gladiator og Inception. Zimmer rekur einnig stórt tónlistarframleiðslufyrirtæki sem hýsir fjölda hljóðvera.
Zimmer kom fram á hátíðinni á sunnudagskvöldið og sló heldur betur í gegn með flutningi sínu á tónlist úr kvikmyndinni Inception en hann gerði í raun allt vitlaust og stóð fólk agndofa og hlustaði á flutning Þjóðverjans eins og sjá má hér að neðan.