„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 17:38 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira