„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 17:38 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, furðaði sig á Alþingi í dag á misvísandi skilaboðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í erlendum fjölmiðlum í síðustu viku. Ólíkur málflutningur þeirra sé ekki til þess fallinn að auka trúverðugleika í íslensku efnahagslífi. Benedikt sagði í Financial Times á dögunum að hann væri þeirrar skoðunar að best væri að fasttengja annan gjaldmiðil við íslensku krónuna til að tryggja gengisstöðugleika. Bjarni sagðist þessu ósammála í viðtali við Bloomberg. „Nú er okkur öllum hér inni kunnugt um afstöðu hæstvirtur ráðherra, sem einnig er formaður í stjórnmálaflokki, hvaða afstöðu sá flokkur og ráðherrann hefur sem stjórnmálamaður gagnvart gjaldmiðlinum. En þegar hæstvirtur ráðherra lýsir því yfir í krafti síns embættis að staða peningamála og gjaldmiðilsins sé óforsvaranleg er það annað mál enda er ráðherra ekki aðeins stjórnmálamaður, hann er líka embættismaður,“ sagði Katrín.Veit að Bjarni hefur ekki sömu áherslur Benedikt sagðist hins vegar hafa verið að útskýra fyrir blaðamanni hvaða möguleikar væru í boði fyrir peningastefnunefnd og að hann hafi nefnt þetta í því samhengi. „Þá nefndi ég meðal annars að Viðreisn hefði bent á myntráð í baráttunni fyrir kosningar. Að hægt væri að tengja íslensku krónuna ýmsum stórum gjaldmiðlum,“ svaraði Benedikt. Evran væri langvænlegasti kosturinn en að afleit hugmynd sé að tengja krónuna við myntir eins og norsku krónuna og Kanadadollar. „Ég geri engar athugasemdir við að forsætisráðherra segi að þetta sé ekki yfirvofandi. Nefndin er ekki búin að skila niðurstöðu. Þegar hún skilar niðurstöðu munum við vinna úr þeim,“ sagði hann. „Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.“
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira