Innlent

Rútur lentu í árekstri á Möðrudalsöræfum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma en farþegar verða fluttir í aðrar rútur.
Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma en farþegar verða fluttir í aðrar rútur. Vísir/Ernir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Austurlandi flytja nú fólk niður af Möðrudalsöræfum en þar lentu þrjár hópbifreiðar í óhappi.

Tvær þeirra lentu í árekstri en sú þriðja fór útaf. Ekki er vitað til þess að farþegarnir, um sjötíu talsins í rútunum þremur, hafi slasast en margir þeirra voru orðnir kaldir þegar björgunarsveitafólk kom á staðinn.

Veginum yfir Möðrudalsöræfi hefur verið lokað vegna veðurs og færðar. Mjög slæmt veður á slysstaðnum, hvasst og snjókoma. Vindhraði er um 30 metrar á sekúndu og allt að 40 metrar í vindhviðum.

Björgunarsveitirnar munu flytja fólkið um 11 kílómetra leið að afleggjaranum niður að Vopnafirði þar sem aðrar rútur bíða farþeganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×