Skíðasvæði Dalvíkur verður opnað aftur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 23:17 Stjórnin ætlar að yfirfara verkferla og öryggismál, að sögn formanns félagsins. Félagið sér nú fram á áframhaldandi rekstrargrundvöll. Vísir Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun. Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur ákveðið að opna skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli að nýju frá og með næsta mánudegi. Áður hafði verið ákveðið að loka svæðinu um óákveðinn tíma vegna dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu, varaformanni félagsins, 7,7 milljónir króna í skaðabætur. Félagið taldi því að mögulega væri rekstrargrundvöllur svæðisins brostinn. „Við erum búin að taka fundi með okkar starfsfólki og einnig með bænum. Við erum búin að taka ákvörðun um næstu skref sem eru að yfirfara allar verklagsreglur á svæðinu, öryggisbúnað og slíkt. Það er vinna sem við munum fara í á næstu dögum,“ segir Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, í samtali við Vísi. Aðspurður segir Snæþór það hugsanlegt að bærinn muni koma að málinu, en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það. Ýmislegt sé hins vegar í farvatninu. Þá segir hann niðurstöðu stjórnarinnar, um að opna svæðið aftur, afar ánægjulega. „Þetta er mjög ánægjulegt og við treystum okkur til þess að gera þetta. Núna vonumst við bara til þess að það komi snjór um helgina,“ segir hann, en sem fyrr segir er stefnt á að opna svæðið næstkomandi mánudag, 10. apríl.Þaulreynd skíðakona slasaðistStjórn félagsins tilkynnti síðastliðinn mánudag um að skíðasvæðinu yrði lokað um óákveðinn tíma. Sú ákvörðun var tekin eftir að dómur féll í máli þaulreyndrar skíðakonu sem slasaðist á svæðinu árið 2013, en hún var jafnframt varaformaður félagsins á þeim tíma. Konan var metin með 20 prósent varanlega örorku og var frá vinnu í tvö ár. Hún fór fram á ellefu og hálfa milljón króna í skaðabætur, en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi henni 7,7 milljónir króna í bætur. Á skíðasvæðinu starfa sjö starfsmenn í fimm stöðugildum. Rúmlega 100 börn og unglingar stunda æfingar hjá félaginu og eru fjórir þjálfarar auk aðstoðarfólks sem sjá um kennslu og þjálfun.
Tengdar fréttir Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Skíðasvæðinu á Dalvík lokað vegna dómsmáls Stjórn Skíðafélags Dalvíkur hefur tekið þá ákvörðun að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum. 3. apríl 2017 21:22