Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2017 11:45 Ummælin í umfjöllun Hringbrautar um Guðmund Spartakus voru býsna afdráttarlaus en Sigmundur Ernir telst saklaus meðal annars vegna þess að um tilvitnanir í aðra miðla var að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarsson í meiðyrðamáli sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðaði gegn fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ólafssonar. RÚV greindi frá niðurstöðunni, ræddi við Sigmund Erni sem fagnaði niðurstöðunni, hún sé blaða- og fréttafólki í vil og þar af leiðandi ábyrgu málfrelsi og tjáningarfrelsi. Sigmundur Ernir segir jafnframt umhugsunarefni að málarekstur af þessu tagi hafi heldur færst í vöxt, sem ekki megi leiða til ótta meðal fjölmiðlafólks. Vilhjálmur lögmaður tilkynnti við sama tækifæri að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Fjölskrúðug ummæliMálið sem um ræðir vakti verulega athygli á sínum tíma, það er í upphafi síðasta árs og dómurinn liggur nú fyrir þar sem málið er tíundað. Ummælin sem Guðmundur Spartakus krefst að dæmd verði dauð og ómerk, og birtust á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, eru fjölskrúðug: „A: Guðmundur Spartakus Ómarsson sagður hátt settur í stórtækum eiturlyfjahring: B: Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku? C: Fjölmiðlar í Paragvæ halda því fram að Íslendingur sé hátt settur innan eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku. D: Samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan í Brasilíu að Íslendingurinn smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. E: Hann sigli undir fölsku vegabréfsflaggi, þykist þýskur fasteignasali. F: Guðmundur Spartakus Ómarsson heitir hinn grunaði Íslendingur. G: Heldur fjölmiðillinn ABC í Paragvæ því fram að hann sé einn valdamesti maður eiturlyfjahrings sem smygli e-töflum og kókaíni milli Evrópu og S-Ameríku. H: Hann hafi ráðið burðardýr sem hafi flutt í einu tilviki 46.000 töflur. Þá hefur nafn Guðmundar verið tengt mannshvarfi þar sem Íslendingur týndist í S-Ameríku. Er hann sagður afar hættulegur …“ Erfitt að dæma menn fyrir tilvitnanir Farið er fram á miskabætur sem nema 2 milljónum króna. Í dómsorði kemur fram að umfjöllun Hringbrautar byggi einkum á því að vitnað er í það sem fram kom í öðrum miðlum. Með öðrum orðum er ekki um frumheimild að ræða. Og ekki er tekin sérstök afstaða til sannleiksgildis hinna umdeildu staðhæfinga. Ekki sé hægt að leggja þá skyldu á Hringbraut að kanna sannleiksgildið né hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væri ósönn og því opinberlega borin út gegn betri vitund. Sigmundur Rúnar telst því ekki sekur en Guðmundur Spartakus situr uppi með reikning upp á 650 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri mál, auk áfrýjunarinnar, sem þessu tengjast í farvatninu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira