Allt skráningargjaldið skref í rétta átt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Vísir/eyþór Rynni skráningargjaldið í heild sinni til Háskóla Íslands myndi það þýða að skólinn fengi tæplega 700 milljónum meira í sinn hlut en honum er nú ætlað. Aðeins um fjórðungur þess fjár sem stúdentar borga rennur til Háskólans. „Það sem ráðuneytið gerir er að það dregur frá skráningargjöld þess fjölda nemenda sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Sá fjöldi er nú um það bil 9.000. Við fáum síðan að halda eftir mismuninum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Skráningargjöld í Háskóla Íslands eru nú 75 þúsund krónur fyrir árið og nemar skólans um 12 þúsund. Af skráningargjaldi hvers nemanda renna því tæplega 20 þúsund krónur til Háskólans. Með öðrum orðum, af þeim 900 milljónum sem nemendur greiða í skráningargjald renna um 225 milljónir til skólans. Afgangurinn fer til ríkissjóðs. „Það myndi breyta miklu ef gjaldið í heild rynni til skólans,“ segir Jón Atli. Til að ná meðaltali OECD-ríkja, yfir meðaltalsframlag á hvern nemanda, þá áætlar hann að miðað við óbreyttan nemendafjölda þyrftu framlög til skólans að hækka um sjö milljarða. „Við vitum að þetta eru stórar tölur. Því hafa tillögur okkar hljómað upp á að hækka framlög til kerfisins um tvo milljarða á ári, í fjögur ár, í tröppugangi. 1,5 milljarðar aukalega á ári til Háskóla Íslands myndi breyta ofboðslega miklu.“ Mörg undanfarin ár hefur skólinn verið í niðurskurði. Fjöldi nemenda við skólann tók kipp í kjölfar hrunsins og fjárframlög minnkuðu. Margar deildir við skólann hafa verið reknar með viðvarandi halla. Í þeim hópi má nefna ýmsar raunvísindagreinar, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Sömu sögu er að segja af lagadeild og tannlæknadeildinni. Ef þessi þróun heldur áfram er fyrirséð að skera þurfi niður. „Við þyrftum að minnka námsframboð og fækka námsleiðum. Þá yrði ekki hægt að endurnýja tækjakost og nýliðun myndi minnka þar sem ekki væri hægt að ráða inn nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Ekki liggur fyrir hvaða deildir það yrðu sem myndu lenda í slíkum niðurskurði. Háskólinn hefur löngum horft á lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims en undanfarin ár hefur hann vantað lítið upp á að komast í hóp topp 200. Í næsta nágrenni er Háskólinn í Björgvin. „Árið 2005 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á Háskóla Íslands og bar okkur saman við skólann í Björgvin. Þá höfðum við tvöfalt minna fjármagn. Nú er staðan sú að við höfum þrefalt minna fjármagn. Við þurfum að hafa öflugt háskólakerfi til að geta haft gott samfélag á Íslandi. Við þurfum að hafa öflugan alþjóðlegan rannsóknarháskóla því við erum í alþjóðlegri samkeppni um fólk og nemendur,“ segir Jón Atli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rynni skráningargjaldið í heild sinni til Háskóla Íslands myndi það þýða að skólinn fengi tæplega 700 milljónum meira í sinn hlut en honum er nú ætlað. Aðeins um fjórðungur þess fjár sem stúdentar borga rennur til Háskólans. „Það sem ráðuneytið gerir er að það dregur frá skráningargjöld þess fjölda nemenda sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Sá fjöldi er nú um það bil 9.000. Við fáum síðan að halda eftir mismuninum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Skráningargjöld í Háskóla Íslands eru nú 75 þúsund krónur fyrir árið og nemar skólans um 12 þúsund. Af skráningargjaldi hvers nemanda renna því tæplega 20 þúsund krónur til Háskólans. Með öðrum orðum, af þeim 900 milljónum sem nemendur greiða í skráningargjald renna um 225 milljónir til skólans. Afgangurinn fer til ríkissjóðs. „Það myndi breyta miklu ef gjaldið í heild rynni til skólans,“ segir Jón Atli. Til að ná meðaltali OECD-ríkja, yfir meðaltalsframlag á hvern nemanda, þá áætlar hann að miðað við óbreyttan nemendafjölda þyrftu framlög til skólans að hækka um sjö milljarða. „Við vitum að þetta eru stórar tölur. Því hafa tillögur okkar hljómað upp á að hækka framlög til kerfisins um tvo milljarða á ári, í fjögur ár, í tröppugangi. 1,5 milljarðar aukalega á ári til Háskóla Íslands myndi breyta ofboðslega miklu.“ Mörg undanfarin ár hefur skólinn verið í niðurskurði. Fjöldi nemenda við skólann tók kipp í kjölfar hrunsins og fjárframlög minnkuðu. Margar deildir við skólann hafa verið reknar með viðvarandi halla. Í þeim hópi má nefna ýmsar raunvísindagreinar, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Sömu sögu er að segja af lagadeild og tannlæknadeildinni. Ef þessi þróun heldur áfram er fyrirséð að skera þurfi niður. „Við þyrftum að minnka námsframboð og fækka námsleiðum. Þá yrði ekki hægt að endurnýja tækjakost og nýliðun myndi minnka þar sem ekki væri hægt að ráða inn nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Ekki liggur fyrir hvaða deildir það yrðu sem myndu lenda í slíkum niðurskurði. Háskólinn hefur löngum horft á lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims en undanfarin ár hefur hann vantað lítið upp á að komast í hóp topp 200. Í næsta nágrenni er Háskólinn í Björgvin. „Árið 2005 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á Háskóla Íslands og bar okkur saman við skólann í Björgvin. Þá höfðum við tvöfalt minna fjármagn. Nú er staðan sú að við höfum þrefalt minna fjármagn. Við þurfum að hafa öflugt háskólakerfi til að geta haft gott samfélag á Íslandi. Við þurfum að hafa öflugan alþjóðlegan rannsóknarháskóla því við erum í alþjóðlegri samkeppni um fólk og nemendur,“ segir Jón Atli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði