Feðrum sem nýta rétt til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 14:05 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Feðrum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka, samkvæmt nýjum tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Níutíu prósent feðra tóku fæðingarorlof árið 2008, en 74 prósent á síðasta ári. Mæður axla meginábyrgð á ummönnun nýfæddra barna. Ríkisstjórnin ætlar að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs upp í 600 þúsund krónur á næstu fimm árum. Frá því hámarksgreiðslur hófu að skerðast hefur hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof lækkað hratt, en árið 2015 nýttu um 80 prósent feðra þennan rétt sitt. Árið 2008 tóku feður að meðaltali 101 dag í fæðingarorlof, en í fyrra voru dagarnir 75. Fimmtíu prósent feðra taka nú styttra orlof en þrjá mánuði, samanborið við 22 prósent árið 2008.Alvarleg þróun Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonast til þess að þak á fæðingarorlofsgreiðslur verði orðnar 600 þúsund krónur á mánuði innan fimm ára. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg þróun sem veldur vonbrigðum en var kannski hætt við að gæti orðið raunin þegar fæðingarorlofskerfið var skorið svona mikið niður. Ég held hins vegar að það verði að horfa til þessara talna í því samhengi að á síðasta ári voru ennþá óbreyttar fjárhæðir, mjög lágar, en þær hafa verið hækkaðar myndarlega nú þegar, var gert undir lok síðasta árs þegar fæðingarorlofsgreiðslur hækkuðu í 500 þúsund krónur á mánuði að hámarki. Við erum með það á okkar stefnuskrá að hækka þessar greiðslur enn frekar og tryggja að við náum að minnsta kosti 600 þúsund króna markinu hvað hámarksgreiðslurnar varðar. Ég bind vonir við að það hjálpi okkur við að endurreisa kerfið,“ segir Þorsteinn.Mæður axla meginábyrg Mæður axla meginábyrgð á umönnun barna þar til dagvistunarúrræði taka við. Það hefur neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og getur haft áhrif á starfsþróunarmöguleika og tækifæri. Hluti af vandanum er að engin trygging er fyrir dagvistunarúrræði að loknu fæðingarorlofi hér á landi. „Við erum auðvitað að horfa til þess hvernig getum við náð að tengja saman fæðingarorlof og dagvistunarúrræði sem sveitarfélögin bjóða upp á þannig að þau nái saman í tíma. Þar .arf að horfa til beggja þátta, bæði hvernig hægt er þá að bjóða dagvistun fyrr og aftur að hvaða marki er hægt að lengja fæðingarorlofið,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Feðrum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs heldur áfram að fækka, samkvæmt nýjum tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Níutíu prósent feðra tóku fæðingarorlof árið 2008, en 74 prósent á síðasta ári. Mæður axla meginábyrgð á ummönnun nýfæddra barna. Ríkisstjórnin ætlar að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs upp í 600 þúsund krónur á næstu fimm árum. Frá því hámarksgreiðslur hófu að skerðast hefur hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof lækkað hratt, en árið 2015 nýttu um 80 prósent feðra þennan rétt sitt. Árið 2008 tóku feður að meðaltali 101 dag í fæðingarorlof, en í fyrra voru dagarnir 75. Fimmtíu prósent feðra taka nú styttra orlof en þrjá mánuði, samanborið við 22 prósent árið 2008.Alvarleg þróun Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonast til þess að þak á fæðingarorlofsgreiðslur verði orðnar 600 þúsund krónur á mánuði innan fimm ára. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg þróun sem veldur vonbrigðum en var kannski hætt við að gæti orðið raunin þegar fæðingarorlofskerfið var skorið svona mikið niður. Ég held hins vegar að það verði að horfa til þessara talna í því samhengi að á síðasta ári voru ennþá óbreyttar fjárhæðir, mjög lágar, en þær hafa verið hækkaðar myndarlega nú þegar, var gert undir lok síðasta árs þegar fæðingarorlofsgreiðslur hækkuðu í 500 þúsund krónur á mánuði að hámarki. Við erum með það á okkar stefnuskrá að hækka þessar greiðslur enn frekar og tryggja að við náum að minnsta kosti 600 þúsund króna markinu hvað hámarksgreiðslurnar varðar. Ég bind vonir við að það hjálpi okkur við að endurreisa kerfið,“ segir Þorsteinn.Mæður axla meginábyrg Mæður axla meginábyrgð á umönnun barna þar til dagvistunarúrræði taka við. Það hefur neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og getur haft áhrif á starfsþróunarmöguleika og tækifæri. Hluti af vandanum er að engin trygging er fyrir dagvistunarúrræði að loknu fæðingarorlofi hér á landi. „Við erum auðvitað að horfa til þess hvernig getum við náð að tengja saman fæðingarorlof og dagvistunarúrræði sem sveitarfélögin bjóða upp á þannig að þau nái saman í tíma. Þar .arf að horfa til beggja þátta, bæði hvernig hægt er þá að bjóða dagvistun fyrr og aftur að hvaða marki er hægt að lengja fæðingarorlofið,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira