Glæný stilka fyrir þáttaröðina hefur nú verið birt á Facebook síðu þáttanna og af henni að dæma er augljóst hverjir verða í aðalhlutverkunum.
Ógnin úr norðrinu mun gegna lykilhlutverki í þessari þáttaröð, sem verður sú næstsíðasta um baráttuna um Westeros.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Sú eyja situr ansi skammt frá Kings Landing, fyrir utan Blackwater Bay. Á milli Essos og Westeros. Sjá má staðsetninguna á korti hér.
Targaryen fjölskyldan settist að á Dragonstone eftir fall Valyria. Eyjan hafði þá verið bækistöð Valyrian Freehold um nokkuð skeið. Þar má finna risastórt kort af Westeros, sem Aegon I og systur/eiginkonur hans, Visenya og Rhaenys skipulögðu innrás sína í Westeros.
Nú er Daenerys að gera slíkt hið sama. Að skipuleggja innrás sína í Westeros. Cersei, er líklega bara snældu snar og Jon Snow er áhyggjufullur, eins og alltaf. Hann hefur svo sem ástæðu til að vera áhyggjufullur, þar sem stiklan endar á því að við fáum að sjá auga Night King. Líklegast.
Night King er einnig að skipuleggja innrás í Westeros og verður það Jon Snow sem mun fyrstur reyna að stöðva hann. Líklegast.