Kjararáð hækkar laun fimm en lækkar laun eins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 17:04 Kjararáð ákvarðaði laun Valgerðar Stefánsdóttur, Helga Bernódussonar, Soffíu Lárusdóttur, Einars Karls Hallvarðssonar, Bryndísar Hlöðversdóttur og Hauks Oddssonar í gær. vísir Kjararáð ákvað á fundi sínum í gær laun ríkislögmanns, skrifstofustjóra Alþingis, forstjóra Borgunar hf., ríkissáttasemjara, forstöðumanns Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Laun allra, að undanskildum forstöðumanni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, verða eftir breytinguna yfir milljón krónur. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðið ákveður laun forstjóra Borgunar en fyrirtækið færðist undir ráðið þegar ríkið tók yfir Íslandsbanka. Borgun er dótturfélag Íslandsbanka að því sem fram kemur í úrskurðinum. Mánaðarlaun Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar, verða 1,6 milljónir króna eftir að föst yfirvinna er tekin með í reikninginn. Telja má víst að í samningi Hauks sé klásúla sem felur í sér að lækkun launa jafngildi uppsögn á samningi. Einnig er víst að hann hafði meira en 1,6 milljónir króna fyrir ákvörðunina. Borgun er hins vegar eitt þeirra fyrirtækja sem færast undan valdsviði kjararáðs 1. júlí næstkomandi og því ólíklegt að breytingin taki gildi. Sömu sögu er að segja af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, en kjararáð lækkaði laun hennar í lok janúar.Sjá einnig:Kjararáð lækkar laun bankastjóra Íslandsbanka um rúm 40 prósent Í svarbréfi ríkissáttasemjara við bréfi kjararáðs kemur fram að álag á embættið hafi verið mikið síðustu ár enda róstusamt á vinnumarkaði. Yfirvinna sé mikil og eðli starfsins slíkt að erfitt sé að áætla vinnutíma. Samkvæmt úrskurði ráðsins frá 2007 var ríkissáttasemjari í launaflokki 137 með tæpa milljón í laun. Ákvörðunin nú sparkar Bryndísi Hlöðversdóttur upp í launaflokk 143 auk fjörutíu fastra yfirvinnueininga á mánuði. Laun hennar verða því eftir breytingu tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði.Afturvirk hækkun fjögurra Skrifstofustjóri Alþingis óskaði sjálfur eftir því með bréfi til ráðsins, í júlí í fyrra, að laun hans yrðu tekin til endurskoðunar. Þar kom fram að yfirvinna sem fylgi starfinu sé oft um fimmtíu stundir á mánuði og reglulega sé viðveru hans óskað langt fram eftir kvöldi. Þá fylgi mikil samskipti við forseta Alþingis. Starf skrifstofustjóra þingsins sé að fullu sambærilegt starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Kjararáð tók beiðnina til greina og hækkaði laun Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins, um fjóra launaflokka. Þá var föstum yfirvinnustundum fjölgað um sautján. Laun hans voru fyrir tæp 1,5 milljón á mánuði en verða eftir ákvörðunina rúm 1,8 milljónir að teknu tilliti til yfirvinnu. Þá er hækkunin afturvirk til 1. júlí 2016. Launahækkanir ríkislögmanns og forstöðumannanna tveggja eru einnig afturvirkar en tímabilið er lengra. Afturvirknin í tilfelli þeirra nær aftur til 1. janúar 2016. Mánaðarlaun Einar Karls Hallvarðssonar, ríkislögmanns, verða eftir hækkunina jafnhá ríkissáttasemjara. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, fær rúmar 980 þúsund krónur og Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, fær rúmlega 1,2 milljónir. Í öllum tilfellum er tekið tillit til fastra yfirvinnueininga. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Kjararáð ákvað á fundi sínum í gær laun ríkislögmanns, skrifstofustjóra Alþingis, forstjóra Borgunar hf., ríkissáttasemjara, forstöðumanns Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Laun allra, að undanskildum forstöðumanni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, verða eftir breytinguna yfir milljón krónur. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðið ákveður laun forstjóra Borgunar en fyrirtækið færðist undir ráðið þegar ríkið tók yfir Íslandsbanka. Borgun er dótturfélag Íslandsbanka að því sem fram kemur í úrskurðinum. Mánaðarlaun Hauks Oddssonar, forstjóra Borgunar, verða 1,6 milljónir króna eftir að föst yfirvinna er tekin með í reikninginn. Telja má víst að í samningi Hauks sé klásúla sem felur í sér að lækkun launa jafngildi uppsögn á samningi. Einnig er víst að hann hafði meira en 1,6 milljónir króna fyrir ákvörðunina. Borgun er hins vegar eitt þeirra fyrirtækja sem færast undan valdsviði kjararáðs 1. júlí næstkomandi og því ólíklegt að breytingin taki gildi. Sömu sögu er að segja af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, en kjararáð lækkaði laun hennar í lok janúar.Sjá einnig:Kjararáð lækkar laun bankastjóra Íslandsbanka um rúm 40 prósent Í svarbréfi ríkissáttasemjara við bréfi kjararáðs kemur fram að álag á embættið hafi verið mikið síðustu ár enda róstusamt á vinnumarkaði. Yfirvinna sé mikil og eðli starfsins slíkt að erfitt sé að áætla vinnutíma. Samkvæmt úrskurði ráðsins frá 2007 var ríkissáttasemjari í launaflokki 137 með tæpa milljón í laun. Ákvörðunin nú sparkar Bryndísi Hlöðversdóttur upp í launaflokk 143 auk fjörutíu fastra yfirvinnueininga á mánuði. Laun hennar verða því eftir breytingu tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði.Afturvirk hækkun fjögurra Skrifstofustjóri Alþingis óskaði sjálfur eftir því með bréfi til ráðsins, í júlí í fyrra, að laun hans yrðu tekin til endurskoðunar. Þar kom fram að yfirvinna sem fylgi starfinu sé oft um fimmtíu stundir á mánuði og reglulega sé viðveru hans óskað langt fram eftir kvöldi. Þá fylgi mikil samskipti við forseta Alþingis. Starf skrifstofustjóra þingsins sé að fullu sambærilegt starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Kjararáð tók beiðnina til greina og hækkaði laun Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra þingsins, um fjóra launaflokka. Þá var föstum yfirvinnustundum fjölgað um sautján. Laun hans voru fyrir tæp 1,5 milljón á mánuði en verða eftir ákvörðunina rúm 1,8 milljónir að teknu tilliti til yfirvinnu. Þá er hækkunin afturvirk til 1. júlí 2016. Launahækkanir ríkislögmanns og forstöðumannanna tveggja eru einnig afturvirkar en tímabilið er lengra. Afturvirknin í tilfelli þeirra nær aftur til 1. janúar 2016. Mánaðarlaun Einar Karls Hallvarðssonar, ríkislögmanns, verða eftir hækkunina jafnhá ríkissáttasemjara. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, fær rúmar 980 þúsund krónur og Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, fær rúmlega 1,2 milljónir. Í öllum tilfellum er tekið tillit til fastra yfirvinnueininga.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira