Kjararáð lækkar laun bankastjóra Íslandsbanka um rúm 40 prósent Anton Egilsson skrifar 21. febrúar 2017 19:58 Kjararáð lækkar laun Birnu Einarsdóttir, bankastjóri íslandsbanka, Vísir/GVA Kjararáð birti í dag úrskurð um laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Samkvæmt honum munu árslaun Birnu lækka um rúm 40 prósent. Samkvæmt úrskurðinum sem er frá 31. janúar síðastliðnum en birtur var í dag mun Birna hafa 25 milljónir króna í árslaun. Samkvæmt ársreikningi Íslandsbanka frá árinu 2015 hafði Birna 43,7 milljónir króna í árslaun en ársreikningur bankans fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Málið hefur verið inn á borði kjararáðs síðan í júní á síðasta ári eða frá því að því var tilkynnt um yfirtöku íslenska ríkisins á Íslandsbanka. Samkvæmt lögum um kjararáð skal kjararáð ákveða laun og starfskjör framkvæmdastjóra félaga sem eru að meirihluta í eigu ríkissjóðs og dótturfélaga þeirra.Launabreytingin tekur ekki gildi samstundisLaunabreytingin mun þó ekki taka gildi strax. Breyting kjararáðs á ráðningarsamningi Birnu jafngildir uppsögn á samningnum og mun þá uppsagnarfrestur taka gildi. Þetta kom fram í skriflegu svari Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, til Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum eftir að hann var inntur um svar við því hvort kjararáð hefði úrskurðað um laun Birnu. „Verði núgildandi ráðningarsamningi breytt með úrskurði kjararáðs jafngildir það uppsögn á samningnum og tekur þá uppsagnarfrestur gildi. Af því má ljóst vera að starfskjör bankastjóra munu ekki breytast á næstunni,“ sagði Friðrik.Launakjör munu heyra undir bankaráð eftir að ný lög taka gildiSamkvæmt nýjum lögum um kjararáð sem taka gildi þann 1.júlí næstkomandi munu ákvarðanir um laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja, Íslandsbanka og Landsbankans, heyra undir bankaráð. Talið er að Birna sé með tólf mánaða uppsagnarfrest og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á starfskjör Birnu áður en lagabreytingin tekur gildi. Birna sagði á uppgjörsfundi í Íslandsbanka í febrúar 2016 að hún myndi íhuga stöðu sína hjá bankanum ef kjör hennar myndu breytast. Lét hún þess þó getið að þrátt fyrir launalækkun yrði hún með töluvert há laun miðað við aðra starfsmenn bankans. Tengdar fréttir Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kjararáð birti í dag úrskurð um laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Samkvæmt honum munu árslaun Birnu lækka um rúm 40 prósent. Samkvæmt úrskurðinum sem er frá 31. janúar síðastliðnum en birtur var í dag mun Birna hafa 25 milljónir króna í árslaun. Samkvæmt ársreikningi Íslandsbanka frá árinu 2015 hafði Birna 43,7 milljónir króna í árslaun en ársreikningur bankans fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Málið hefur verið inn á borði kjararáðs síðan í júní á síðasta ári eða frá því að því var tilkynnt um yfirtöku íslenska ríkisins á Íslandsbanka. Samkvæmt lögum um kjararáð skal kjararáð ákveða laun og starfskjör framkvæmdastjóra félaga sem eru að meirihluta í eigu ríkissjóðs og dótturfélaga þeirra.Launabreytingin tekur ekki gildi samstundisLaunabreytingin mun þó ekki taka gildi strax. Breyting kjararáðs á ráðningarsamningi Birnu jafngildir uppsögn á samningnum og mun þá uppsagnarfrestur taka gildi. Þetta kom fram í skriflegu svari Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, til Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum eftir að hann var inntur um svar við því hvort kjararáð hefði úrskurðað um laun Birnu. „Verði núgildandi ráðningarsamningi breytt með úrskurði kjararáðs jafngildir það uppsögn á samningnum og tekur þá uppsagnarfrestur gildi. Af því má ljóst vera að starfskjör bankastjóra munu ekki breytast á næstunni,“ sagði Friðrik.Launakjör munu heyra undir bankaráð eftir að ný lög taka gildiSamkvæmt nýjum lögum um kjararáð sem taka gildi þann 1.júlí næstkomandi munu ákvarðanir um laun bankastjóra ríkisbankanna tveggja, Íslandsbanka og Landsbankans, heyra undir bankaráð. Talið er að Birna sé með tólf mánaða uppsagnarfrest og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á starfskjör Birnu áður en lagabreytingin tekur gildi. Birna sagði á uppgjörsfundi í Íslandsbanka í febrúar 2016 að hún myndi íhuga stöðu sína hjá bankanum ef kjör hennar myndu breytast. Lét hún þess þó getið að þrátt fyrir launalækkun yrði hún með töluvert há laun miðað við aðra starfsmenn bankans.
Tengdar fréttir Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Kjararáð ekki enn lækkað laun bankastjóra Íslandsbanka Launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafa ekki breyst þrátt fyrir að fyrirtækið sé búið að vera í eigu ríkisins í tæpt ár. Fær um 28 milljónum meira en ef kjararáð hefði úrskurðað á yfirtökudegi. Launin munu 12. janúar 2017 07:00