Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 16:35 Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent