Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Óttarr Proppé sagði Klíníkinni ekki heimilt að reka margra daga legudeild. vísir/ernir Ekki verða gerðir nýir samningar við einkarekna sjúkrahúsið Klíníkina um að reka legudeild við einkasjúkrahúsið. Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Þeir samningar sem nú eru í gildi munu gilda áfram. „Ég mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru rekin í gróðaskyni. Það er andstætt tilfinningu okkar allflestra ef ekki allra Íslendinga þegar kemur að almennri heilbrigðisþjónustu,“ sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um samninga við Klíníkina í Ármúla.Óttarr ProppéSagði Óttarr rammasamninga Læknafélags Reykjavíkur við Klíníkina nákvæma og að rekstur margra daga legudeilda heyrði ekki undir samningana og þyrfti sérstaka samninga þar um. Hann myndi ekki sjá til þess að nýir samningar yrðu gerðir um þannig starfsemi. „Ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að fela í auknum mæli flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu aðilum annars staðar en á þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ bætti ráðherra við. Forsvarsmenn Landspítala hafa gagnrýnt að Klíníkin ætli að reka legudeild. Landlæknir hefur einnig talið að þarna sé um sjúkrahúsþjónustu að ræða sem eigi aðeins heima á Landspítalanum.Kolbeinn ProppéKolbeinn Proppé telur það mikil pólitísk tíðindi og vatnaskil að ráðherra skuli ekki ætla að heimila Sjúkratryggingum Íslands að gera samninga við einkarekið sjúkrahús. „Ráðherra var býsna skýr með það að hann muni ekki gera sérstaka samninga um legu á sjúkradeildum í einkarekstri. Eftir stendur hins vegar hvort starfsemi Klíníkurinnar rúmast innan rammasamnings við Læknafélagið sem nú er í gildi. Þýðir þetta að ríkt fólk geti keypt sér aðgerð sem almenningur hefur ekki ráð á?“ spyr Kolbeinn. Þingmaðurinn sagði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu snúast um hugmyndafræði, „ekki tæknilegar útfærslur“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ekki verða gerðir nýir samningar við einkarekna sjúkrahúsið Klíníkina um að reka legudeild við einkasjúkrahúsið. Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Þeir samningar sem nú eru í gildi munu gilda áfram. „Ég mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru rekin í gróðaskyni. Það er andstætt tilfinningu okkar allflestra ef ekki allra Íslendinga þegar kemur að almennri heilbrigðisþjónustu,“ sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um samninga við Klíníkina í Ármúla.Óttarr ProppéSagði Óttarr rammasamninga Læknafélags Reykjavíkur við Klíníkina nákvæma og að rekstur margra daga legudeilda heyrði ekki undir samningana og þyrfti sérstaka samninga þar um. Hann myndi ekki sjá til þess að nýir samningar yrðu gerðir um þannig starfsemi. „Ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að fela í auknum mæli flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu aðilum annars staðar en á þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ bætti ráðherra við. Forsvarsmenn Landspítala hafa gagnrýnt að Klíníkin ætli að reka legudeild. Landlæknir hefur einnig talið að þarna sé um sjúkrahúsþjónustu að ræða sem eigi aðeins heima á Landspítalanum.Kolbeinn ProppéKolbeinn Proppé telur það mikil pólitísk tíðindi og vatnaskil að ráðherra skuli ekki ætla að heimila Sjúkratryggingum Íslands að gera samninga við einkarekið sjúkrahús. „Ráðherra var býsna skýr með það að hann muni ekki gera sérstaka samninga um legu á sjúkradeildum í einkarekstri. Eftir stendur hins vegar hvort starfsemi Klíníkurinnar rúmast innan rammasamnings við Læknafélagið sem nú er í gildi. Þýðir þetta að ríkt fólk geti keypt sér aðgerð sem almenningur hefur ekki ráð á?“ spyr Kolbeinn. Þingmaðurinn sagði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu snúast um hugmyndafræði, „ekki tæknilegar útfærslur“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira