HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:24 Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira