Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Svavar Hávarðsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Á herðum Bjartar Ólafsdóttur ráðherra hvílir erfiðasta viðfangsefni samtímans. vísir/anton brink Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira