Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Svavar Hávarðsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Á herðum Bjartar Ólafsdóttur ráðherra hvílir erfiðasta viðfangsefni samtímans. vísir/anton brink Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira