Þingheimur einhuga um loftslagsmálin Svavar Hávarðsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Á herðum Bjartar Ólafsdóttur ráðherra hvílir erfiðasta viðfangsefni samtímans. vísir/anton brink Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Það þarf þverpólitískan vilja og fjármagn til að hrinda þeim verkum í framkvæmd sem eru nauðsynleg í loftslagsmálum hér á landi. Íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel. Markmið og skuldbindingar alþjóðasamfélagsins varðandi losun gróðurhúsalofttegunda verða strangari í framtíðinni og það verður kostnaðarsamt fyrir íslenskt samfélag, í beinhörðum peningum, ef við uppfyllum ekki þær skuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Þetta, meðal annars, kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í sérstökum umræðum í gær um skýrslu hennar um stöðu Íslands í loftslagsmálum, sem var lögð fram á mánudag. Þar er dregin upp dökk mynd: Án meiriháttar inngrips stendur Ísland ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Losun á hvern Íslending er þegar nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu og rétt um helmingi meiri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Þegar allt er lagt að jöfnu er Ísland ekki í fararbroddi í loftslagsmálum heldur á hið gagnstæða við.Björt sagði í ræðu sinni að allir þurfi að leggjast á árarnar; atvinnulífið, sveitarfélög, háskólar, félagasamtök og almenningur – og mátti skilja hana svo að hún kallaði eftir þjóðarátaki, þó það orð hafi ekki verið notað. Það sem lægi fyrir væri að hennar ráðuneyti getur ekki eitt og sér tryggt árangur. „Stjórntækin eru mörg og kannski flest í öðrum ráðuneytum en jafnvel ríkisvaldið allt megnar vart að breyta því sem þarf,“ sagði Björt. „Það er mikilvægt að standa við skuldbindingar Íslands til 2030 en það er ekki síður nauðsynlegt að móta okkur framtíðar- og langtímasýn. Ég sé fyrir mér að loftslagsráð, sem Alþingi ályktaði um á fyrra ári, geti haft leiðandi hlutverk við gerð slíks vegvísis.“ Að umræðunum loknum, þar sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt, er augljóst að þingheimur er einhuga í málinu og sammála umhverfisráðherra um áherslurnar, en hnykkt var á ýmsu sem þarf að vera skýrara. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði skýrslunni en í hana vantaði „nokkuð á að fyrir liggi hvað eigi að gera, hverju það muni skila í minni útblæstri og hver kostnaðurinn við það verði. Kostnaðurinn er ekki síst mikilvægur. Það er nefnilega lítið mál að setja fram hástemmdar yfirlýsingar um það hvernig við ætlum að ná undraverðum árangri í umhverfismálum, en ef beinskeitt aðgerðaáætlun með eyrnamerktum kostnaði liggur ekki fyrir er ekki von á miklum aðgerðum,“ sagði Kolbeinn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fagnaði skýrslunni og bauð ríkisstjórninni samstarf – enda mikilvægi málsins gríðarlegt. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnykkti á ýmsu en tiltók það sem er ekki í skýrslunni, eða skipulag þéttbýlis – það sé nefnilega „ekki nóg að drífa einkabílinn áfram á vistvænum orkugjöfum, við þurfum að minnka notkun hans vegna þess að hann hvetur til ósjálfbærrar þróunar byggðar.“ Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, eins og fleiri, ítrekaði mikilvægi málsins og þá vá sem er fyrir dyrum ef ekki tekst að snúa vörn í sókn. Hann sagði ríkisstjórnina taka það alvarlega og hún vildi sýna mikinn metnað í málaflokknum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira