Sigmundur Davíð vill að Evrópuráðið biðji Framsóknarflokkinn afsökunar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ókátur vegna skýrslu Evrópuráðsins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til að starfandi framkvæmdastjórn flokks síns fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu vegna skýrslu nefndar ráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland. Í skýrslunni er því meðal annars haldið fram að í sveitarstjórnarkosningum ársins 2014 hafi Framsóknarflokkurinn gert andstöðu við mosku og múslima að sínum helstu baráttumálum. Kosningabaráttan hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Í pistli sínum á Facebook skrifaði Sigmundur að vel hafi verið tekið í tillöguna. „Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu,“ skrifar hann jafnframt. Þá skrifar Sigmundur að svo virðist sem heimildir skýrsluhöfunda virðist eingöngu byggjast á slúðri og skrifum hatursmanna flokksins í dreifibréfi. „Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif,“ skrifar Sigmundur. Þá skrifar Sigmundur að ef rétt reynist að einhverjir í íslenska stjórnkerfinu eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna sé það alvarlegt mál sem sé ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið. Nefndin sjálf skrifar Sigmundur að sé samsett af einum fulltrúa hvers aðildarríkis Evrópuráðsins. „Allt virðist það vera fólk með sömu pólitíska sýn á málaflokkinn.“ Skýrslur hennar virðist svo unnar að nokkrir nefndarmanna fari til eins lands í einu, „spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til að starfandi framkvæmdastjórn flokks síns fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu vegna skýrslu nefndar ráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland. Í skýrslunni er því meðal annars haldið fram að í sveitarstjórnarkosningum ársins 2014 hafi Framsóknarflokkurinn gert andstöðu við mosku og múslima að sínum helstu baráttumálum. Kosningabaráttan hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Í pistli sínum á Facebook skrifaði Sigmundur að vel hafi verið tekið í tillöguna. „Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu,“ skrifar hann jafnframt. Þá skrifar Sigmundur að svo virðist sem heimildir skýrsluhöfunda virðist eingöngu byggjast á slúðri og skrifum hatursmanna flokksins í dreifibréfi. „Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif,“ skrifar Sigmundur. Þá skrifar Sigmundur að ef rétt reynist að einhverjir í íslenska stjórnkerfinu eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna sé það alvarlegt mál sem sé ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið. Nefndin sjálf skrifar Sigmundur að sé samsett af einum fulltrúa hvers aðildarríkis Evrópuráðsins. „Allt virðist það vera fólk með sömu pólitíska sýn á málaflokkinn.“ Skýrslur hennar virðist svo unnar að nokkrir nefndarmanna fari til eins lands í einu, „spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira