Mikil fjölgun á brotum gagnvart erlendu launafólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. mars 2017 13:30 Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira