Mikil fjölgun á brotum gagnvart erlendu launafólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. mars 2017 13:30 Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent