Mikil fjölgun á brotum gagnvart erlendu launafólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. mars 2017 13:30 Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira