Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Benedikt Bóas skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Mynd/Skjáskot „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira