Tvö hundruð þúsund forða sér vegna flóða Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Vatnflaumurinn streymir úr skemmdri yfirfallsrás Oroville-stíflunnar í Kaliforníu. vísir/epa Nærri 190 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Kaliforníu á sunnudag vegna flóðahættu, þar sem skemmdir höfðu orðið á yfirfallsrás Oroville-stíflunnar. Vatn streymdi af miklum krafti frá yfirfallsrásinni, en stuttu síðar minnkaði vatnsstreymið verulega. Hættan var þó ekki liðin hjá, því spáð er hvassviðri seinna í vikunni og þá má búast við flóðum. Ekki er ljóst hvenær fólkið getur snúið aftur til síns heima en yfirvöld segja að erfitt verði að gera við yfirfallsrásina. Stíflan er nærri hálfrar aldar gömul og 235 metrar á hæð, sú hæsta í Bandaríkjunum, og uppistöðulón hennar, Oroville-vatnið, er eitt af stærstu manngerðu stöðuvötnum í Kaliforníu. Engin hætta er á því að stíflan sjálf bresti, hins vegar getur vatn flætt í stórum stíl yfir stíflubrúnina ef yfirfallsrásin virkar ekki eins og skyldi. Enn meiri hætta er þó á því að yfirfallsrásin skemmist enn frekar sem þýddi að mikill vatnsflaumur streymdi þaðan út og niður yfir byggðina fyrir neðan. „Bresti yfirfallsrásin mun vatnsflóð streyma stjórnlaust niður frá Oroville-vatni,“ segir í tilkynningu til íbúa frá stjórnvöldum. Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði aðstæður þarna vera flóknar og að þær geti breyst hratt. Allur tiltækur mannafli og búnaður hafi verið sendur til þess að takast á við vandann. Þá hefur þjóðvegum neðan stíflunnar verið lokað og umferðinni beint annað. Skemmdin á yfirfallsrásinni stafar af jarðrofi sem varð skyndilega fyrir nokkrum dögum, með þeim afleiðingum að hluti rásarinnar brast og stórt gat myndaðist á henni. Í nágrenninu býr fjöldi fólks og öll sú byggð er í verulegri hættu ef illa fer. Mikil umskipti hafa orðið í Kaliforníu þennan veturinn, því eftir mikla þurrka árum saman hefur úrkoma skyndilega orðið með allra mesta móti, bæði regn og snjókoma. Úrkoman hefur þó verið mest í norðanverðri Kaliforníu. Sunnan til eru enn þurrkar, en þó ekki eins alvarlegir og verið hefur undanfarin misseri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Nærri 190 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Kaliforníu á sunnudag vegna flóðahættu, þar sem skemmdir höfðu orðið á yfirfallsrás Oroville-stíflunnar. Vatn streymdi af miklum krafti frá yfirfallsrásinni, en stuttu síðar minnkaði vatnsstreymið verulega. Hættan var þó ekki liðin hjá, því spáð er hvassviðri seinna í vikunni og þá má búast við flóðum. Ekki er ljóst hvenær fólkið getur snúið aftur til síns heima en yfirvöld segja að erfitt verði að gera við yfirfallsrásina. Stíflan er nærri hálfrar aldar gömul og 235 metrar á hæð, sú hæsta í Bandaríkjunum, og uppistöðulón hennar, Oroville-vatnið, er eitt af stærstu manngerðu stöðuvötnum í Kaliforníu. Engin hætta er á því að stíflan sjálf bresti, hins vegar getur vatn flætt í stórum stíl yfir stíflubrúnina ef yfirfallsrásin virkar ekki eins og skyldi. Enn meiri hætta er þó á því að yfirfallsrásin skemmist enn frekar sem þýddi að mikill vatnsflaumur streymdi þaðan út og niður yfir byggðina fyrir neðan. „Bresti yfirfallsrásin mun vatnsflóð streyma stjórnlaust niður frá Oroville-vatni,“ segir í tilkynningu til íbúa frá stjórnvöldum. Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði aðstæður þarna vera flóknar og að þær geti breyst hratt. Allur tiltækur mannafli og búnaður hafi verið sendur til þess að takast á við vandann. Þá hefur þjóðvegum neðan stíflunnar verið lokað og umferðinni beint annað. Skemmdin á yfirfallsrásinni stafar af jarðrofi sem varð skyndilega fyrir nokkrum dögum, með þeim afleiðingum að hluti rásarinnar brast og stórt gat myndaðist á henni. Í nágrenninu býr fjöldi fólks og öll sú byggð er í verulegri hættu ef illa fer. Mikil umskipti hafa orðið í Kaliforníu þennan veturinn, því eftir mikla þurrka árum saman hefur úrkoma skyndilega orðið með allra mesta móti, bæði regn og snjókoma. Úrkoman hefur þó verið mest í norðanverðri Kaliforníu. Sunnan til eru enn þurrkar, en þó ekki eins alvarlegir og verið hefur undanfarin misseri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira