Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Hefðbundin upplýsingaskilti virðast ekki ná tilætluðum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira