Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Nuuk á Grænlandi þangað sem konan var að fljúga á mánudaginn. vísir/Kristján már Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira