Tom Hiddleston ræðir sambandið við Taylor Swift: „Auðvitað var þetta raunverulegt“ atli ísleifsson skrifar 9. febrúar 2017 14:23 Taylor Swift og Tom Hiddleston á meðan allt lék í lyndi. Vísir/EPA Breski leikarinn Tom Hiddleson hefur loks rætt samband hans og bandarísku söngkonunnar Taylor Swift og ástæður þess að hann klæddist stuttermabol með áletruninni „I <3 T.S.“ sem mikið var fjallað um síðasta sumar. Hin 36 ára Hiddleston ræðir sambandið umtalaða í viðtali við GQ, auk löngu göngutúranna sem hann fer í og aðdáun sína á Tom Hanks. Samband þeirra Hiddleston og Swift stóð í þrjá mánuði og voru fjölmiðlar fljótir að uppnefna þau „Hiddleswift“. Orðrómur um samband þeirra fór á flug í júní, skömmu eftir að þau Swift og tónlistarmaðurinn Calvin Harris höfðu slitið sambandi sínu. Í september bárust svo fréttir af því að Hiddleswift væri lokið.Raunverulegt sambandÍ frétt GQ segir að þau Hiddleston og Swift hafi ferðast til Englands til að heimsækja fjölskyldu hans og svo til Ástralíu þar sem upptökur á nýjustu mynd hans, „Thor: Rafnarok“ fóru fram. „Taylor er stórkostleg kona. Hún er örlát, góð og falleg og við höfðum það mjög gott saman,“ segir Hiddleston í viðtalinu. „Auðvitað var þetta raunverulegt,“ segir Hiddleston, aðspurður um hvort sambandið hafi verið það.I <3 T.S.Í viðtalinu er hann einnig spurður um atvikið þar sem myndir náðust af honum á ströndinni í „I <3 T.S.“-bolnum þegar haldið var upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí , og orðróm um að Swift hafi hætt með honum þar sem hún hafi þótt hann vera of ágengur í sambandinu. „Sannleikurinn er sá að það var 4. júlí og föstudagur. Við vorum að leika okkur og ég rann og meiddi mig á baki. Ég vildi vernda sárin frá sólinni og spurði hvort einhver væri með stuttermabol,“ segir Hiddleston.Hiddleswift á ströndinni.Ein vinkona Swift á þá að hafa boðið honum umræddan bol. „Við hlógum öll að þessu. Þetta var grín,“ segir hann. Hiddleston ræðir jafnframt erfiðleikana sem fylgja því að vera í sambandi á meðan kastljós fjölmiðla beinist að manni og ljósmyndarar eru á hverju strái. „Ég þekki bara konuna sem ég hitti. Hún er ótrúleg. Samband í sviðsljósinu… Það krefst vinnu að vera í sambandi og að vera í sambandi í sviðsljósinu krefst einnig vinnu. Og það er ekki bara sviðsljósið… Það er allt sem fylgir því líka,“ segir Hiddleston. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Breski leikarinn Tom Hiddleson hefur loks rætt samband hans og bandarísku söngkonunnar Taylor Swift og ástæður þess að hann klæddist stuttermabol með áletruninni „I <3 T.S.“ sem mikið var fjallað um síðasta sumar. Hin 36 ára Hiddleston ræðir sambandið umtalaða í viðtali við GQ, auk löngu göngutúranna sem hann fer í og aðdáun sína á Tom Hanks. Samband þeirra Hiddleston og Swift stóð í þrjá mánuði og voru fjölmiðlar fljótir að uppnefna þau „Hiddleswift“. Orðrómur um samband þeirra fór á flug í júní, skömmu eftir að þau Swift og tónlistarmaðurinn Calvin Harris höfðu slitið sambandi sínu. Í september bárust svo fréttir af því að Hiddleswift væri lokið.Raunverulegt sambandÍ frétt GQ segir að þau Hiddleston og Swift hafi ferðast til Englands til að heimsækja fjölskyldu hans og svo til Ástralíu þar sem upptökur á nýjustu mynd hans, „Thor: Rafnarok“ fóru fram. „Taylor er stórkostleg kona. Hún er örlát, góð og falleg og við höfðum það mjög gott saman,“ segir Hiddleston í viðtalinu. „Auðvitað var þetta raunverulegt,“ segir Hiddleston, aðspurður um hvort sambandið hafi verið það.I <3 T.S.Í viðtalinu er hann einnig spurður um atvikið þar sem myndir náðust af honum á ströndinni í „I <3 T.S.“-bolnum þegar haldið var upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí , og orðróm um að Swift hafi hætt með honum þar sem hún hafi þótt hann vera of ágengur í sambandinu. „Sannleikurinn er sá að það var 4. júlí og föstudagur. Við vorum að leika okkur og ég rann og meiddi mig á baki. Ég vildi vernda sárin frá sólinni og spurði hvort einhver væri með stuttermabol,“ segir Hiddleston.Hiddleswift á ströndinni.Ein vinkona Swift á þá að hafa boðið honum umræddan bol. „Við hlógum öll að þessu. Þetta var grín,“ segir hann. Hiddleston ræðir jafnframt erfiðleikana sem fylgja því að vera í sambandi á meðan kastljós fjölmiðla beinist að manni og ljósmyndarar eru á hverju strái. „Ég þekki bara konuna sem ég hitti. Hún er ótrúleg. Samband í sviðsljósinu… Það krefst vinnu að vera í sambandi og að vera í sambandi í sviðsljósinu krefst einnig vinnu. Og það er ekki bara sviðsljósið… Það er allt sem fylgir því líka,“ segir Hiddleston.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira