Vitnaði í Big Bang Theory í ræðustól Alþingis: „Fjör með fánum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:45 Viktor Orri Valgarðsson í ræðustól Alþingis í dag. Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, þingmaður Pírata, vakti kátínu annarra þingmanna í dag þegar hann kvaddi sér hljóðs í umræðu um frumvarp sex þingmanna Vinstri grænna þess efnis að ekki verði lengur refsivert að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Vitnaði hann í sjónvarpsþáttinn Big Bang Theory og bauð upp á leik sem hann kallaði „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni. Þingmaðurinn fagnaði því að frumvarpið væri komið fram og sagði að 95. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um þessa refsiverðu háttsemi, væri löngu orðin úrelt. Í greininni er þó ekki aðeins kveðið á um að ekki megi móðga erlenda þjóðhöfðingja heldur er einnig refsivert að smána þjóðfána erlends ríkis, fána Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Í þessu samhengi dró Viktor Orri fram mynd af fána Sameinuðu þjóðanna.„Ef mér finnst fáni Sameinuðu þjóðanna ekki vera fallegur eða vel hannaður og ég lýsi þeirri skoðun minni opinberlega þá varðar það við almenn hegningarlög að smána þennan fána. Við erum sem sagt komin í uppsetningu Alþingis á „Fun with flags“ með Sheldon Cooper eða „Fjör með fánum“ með Viktori Orra Valgarðssyni eins og ég kýs að kalla það,“ sagði þingmaðurinn og uppskar hlátur í þingsal. Hann sýndi svo einnig fána Evrópuráðsins og svo tvo fána sem Atli Jasonarson vinur hans hafði hannað en þeir ímyndaðir fánar og ekki til í alvöru. Vildi Viktor Orri benda á fáránleika í því að mega smána fána Atla en ekki fána Evrópuráðsins. „Þetta er að hluta til til gamans gert en einnig til að vekja athygli á fáránleika þessarar löggjafar.“
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira