Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Kristján Már stendur vaktina í Nuuk

Ritstjórn skrifar
Fréttamaður okkar, Kristján Már Unnarsson, er staddur á Grænlandi og færir okkur fréttir af því helsta frá höfuðstaðnum, Nuuk, líkt og síðustu daga.

Þá fjöllum við um komu fimm sýrlenskra fjölskyldna til landsins sem forseti Íslands tekur á móti á Bessastöðum, en þau koma sem kvótaflóttamenn. Fólkið kemur allt úr flóttamannbúðum í Líbanon en hópnum eru 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. 

Einnig verður fjallað um nýjustu tilskipanir forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump.

Við fáum svo til okkar, strax að loknum íþróttafréttum, Auði Elvu Kjartansdóttur, sérfræðing frá Veðurstofunni og Harald Örn Ólafsson, þaulvanan göngugarp, til að ræða um hvort þörf sé á sérstakri snjóflóðaspá á suðvesturhorninu, m.a. eftir að banaslys varð á Esjunni síðastliðinn laugardag.

Mikil umferð er um þekktar gönguleiðir nálægt höfuðborgarsvæðinu, en Veðurstofan vinnur ekki sérstaka snjóflóðaspá fyrir suðvesturhorn landsins, eins og hún gerir fyrir Tröllaskaga, norðanverða Vestfirði og Austfirði allan veturinn.


Tengdar fréttir

Óttast að síðustu fréttir skaði ímynd Grænlands

Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×