Sneri erfiðleikum í sigur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:15 Vilborg Arna hefur unnið þrekvirki á borð við að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Vísir/Vilhelm Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Fjallamennska Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Fjallamennska Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira