Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 17:46 Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53