Kaupandi boðar málaferli gegn ríkinu vegna jarðarinnar Fells við Jökulsárlón Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vonar að Jökulsárlón verði allt innan þjóðgarðs Vatnajökuls. vísir/valli Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00
Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47