Innlent

Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar.
Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. vísir/gva
Nokkrir karlmenn eru sagðir hafa áreitt börn og unglinga kynferðislega í strætisvagni í Reykjanesbæ í gær. Málið er komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum sem rannsakar nú málið.

Víkurfréttir greina frá. Mennirnir eru sagðir hafa reynt að kyssa og þukla á börnunum í strætisvagninum á fjórða tímanum í gær en börnin hringdu sjálf á neyðarlínuna og óskuðu eftir aðstoð.

Málið hefur vakið mikinn óhug og hafa samfélagsmiðlar logað, en í lokuðum hópum hjá íbúum Reykjanesbæjar eru foreldrar, sem eiga börn sem tóku strætó eftir klukkan 15 í gær, hvattir til þess að ræða við börn sín.

Mennirnir eru sagðir erlendir og að þeim eigi að vísa úr landi, en þetta hefur lögregla ekki viljað staðfesta.

Þá kemur fram á vef Víkurfrétta að foreldrar ætli  að fara í vagnana að loknum skóla hjá börnunum til þess að líta eftir þeim.

Uppfært klukkan 14:03

Lokað var fyrir ummæli við fréttina vegna ljótra ummæla sem þar féllu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×