Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 18:52 Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar sem sýna Birnu á ferð um miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Það má sjá í spilaranum hér að ofan en myndbandið er unnið upp úr nokkrum eftirlitsmyndavélum í miðborginni.Myndbandið er um ein og hálf mínúta að lengd. Birna sést á gangi í Austurstræti við Héraðsdóm Ryekjavíkur, því næst í Bankastræti og svo á Laugaveginum. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við Birnu á ferð um miðbæ Reykajvíkur vinsamlegast um að hafa samband við lögrelgu í síma 444-1000, á netfangið abending@lrh.is eða með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu: Virtist hress og skemmta sér vel á Húrra Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum á skemmtistaðnum Húrra. Þar er síðast vitað af henni í samskiptum við annað fólk en á eftirlitsmyndavélunum sést Birna ganga austur Austurstræti, upp Bankastræti og á Laugvegi til móts við hús númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna hvarfs Birnu í dag kom fram að litlar sem engar vísbendingar séu til að styðjast við leitina að henni. Lögreglan ítrekar það að hún vilji ná tali af ökumanni rauðs fólksbíls, sem er líklega af gerðinni Kia Rio, en hann sést aka á Laugveginum til móts við hús númer 31 á svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum í eftirlitsmyndavélum. Þá sagðist lögreglan einnig vilja ná tali af fólki kann að sjást í myndbandinu og gæti haft upplýsingar um ferðir Birnu. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.Uppfært 16. ágúst 2017 Myndbandið hefur verið fjarlægt úr fréttinni að beiðni lögreglu fyrir hönd aðstandenda Birnu Brjánsdóttur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18 Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
Leitin að Birnu: Fjölmargar ábendingar frá borgurum hafa engu skilað Björgunarsveitarmenn fundu engar vísbendingar í miðbænum. 16. janúar 2017 17:18
Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25