Spjótin beinast að jafnréttisstýru: „Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2017 14:15 Kristín Ástgeirsdóttir segir að lítil umræða fari fram um aukið kynjabil í menntun Íslendinga. Vísir/Vilhelm/Valli „Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“ Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ég sagði kannski er þetta ein skýringin. Ég er ekki að alhæfa nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um ummæli sín í Morgunblaðinu í gær um mögulegar skýringar á auknu brottfalli drengja úr skólum í gær sem vakið hafa athygli. „Kannski að alla stráka dreymi um að verða atvinnumenn í knattspyrnu og þeir telji sig ekki þurfa á menntun að halda,“ var haft eftir Kristínu í umfjöllun Morgunblaðsins um aukið kynjabil í menntun en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru töluvert fleiri konur en karlar á aldrinum 25 til 64 ára með háskólamenntun. Kristín var meðal annars gagnrýnd í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum, meðal annars af Davíð Þorlákssyni, lögfræðingi Icelandair og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem sagði ummæli Kristínar benda til þess að viðhorf hennar gagnvart þessum vanda væri „ömurlegt“.Ljóst er að marga krakka dreymir um að feta í fótspor landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu.Vísir/VilhelmVangaveltur frekar en vísindaleg gögn Í samtali við Vísi segir Krístín að um vangaveltur hafi verið að ræða af sinni hálfu og að tölurnar bendi til þess að strákarnir séu greinilega að hugsa um eitthvað annað en menntun. „Ég var að velta fyrir mér einhverjum skýringum á þessu. Mér finnst vera mjög mikil áhersla á keppnisíþróttir og maður veit það að krökkum finnst þetta ægilega spennandi. Það eru miklu meiri möguleikar í atvinnumennsku fyrir karla eða konur. Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhvernveginn sé stór hópur stráka að taka þá stefnu og finnst kannski að menntun skipti ekki máli,“ segir Kristín. Ljóst er að dýrðarljómi atvinnumennskunnar í íþróttum heillar marga og líklegt má telja að ungt fólk af báðum kynjum hafi það að markmiði að ná slíkum árangri. Erfitt er þó að sannreyna hvort að slíkt hafi áhrif á námsárangur. Kristín segir að hún byggi þessar vangaveltur mun frekar á tilfinningu frekar en tölum og að engin vísindaleg könnun sé þar að baki. „Þetta eru vangaveltur. Ég er að hugsa út frá strákum sem ég séð í kringum mig og eru mjög miklir fótboltadýrkendur. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera í íþróttum og vera ekki menntaður þó það gildi reyndar um ýmsa,“ segir Kristín. „Það eru ekkert allir strákar í íþróttum og auðvitað er stór hluti sem er að mennta sig en hann fer minnkandi. Það er áhyggjuefni.“Það eru eflaust margir sem vilja feta í fótspor Gylfa Sigurðssonar, atvinnumanns í knattspyrnu.vísir/gettyMikilvægt að kanna hvað veldur Kristín kallar eftir aukinni umræðu um þetta aukna kynjabil í menntun en hún segir reyndar að lítil sem engin umræða um þessa þróun fari fram. Segir hún mikilvægt sé að kannað verði hvað sé að valda þessari þróun. „Í mörg ár hefur þróunin verið að hlutur kvenna í háskólamenntun fer stöðugt vaxandi en hlutur karla minnkar, hvað býr þarna að baki? Hvaða þjóðfélagsbreytingar eru þetta?“ spyr Kristín. „Mér finnst ástæða til að kanna þetta. Ég held að upp á framtíðina sé þetta ekki gott.“ Aðspurð að því hvort að hún telji að einhverjar aðrar ástæður en draumar ungra drengja um atvinnumennsku í knattspyrnu búi að baki auknu brottfalli stráka úr skóla segir Kristín að rannsóknir hafi sýnt að vanlíðan í skóla spili þar þátt. Þá veltir hún því fyrir sér hvort að strákar fái ekki jafn mikla hvatningu og stelpur. „Ef maður lítur á einkunnir, brottfall, það er eitthvað að þarna,“ segir Kristín sem tekur þó fram að líkt og margir aðrir Íslendingar hafi hún mjög gaman að fótbolta. „En ég vil taka það fram að ég hef sjálf mjög gaman að fótbolta og er ekki að skjóta á fótbolta. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að þarna sé einhver ofuráhersla í gangi sem við þyrftum kannski að skoða.“
Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira