Liggur ekki fyrir hvar Birna keypti sér mat á göngu sinni um miðbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 15:27 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum og tæknideild skoði skóna. Rannsókn á lífssýnum sé þó afar tímafrek. vísir/anton brink Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47