Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 17:04 Á kortinu má sjá staðsetningu Polar Nanoq og Triton og nálægð skipanna við íslenska landhelgi. vísir/garðar Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36