Undirbúa komu Polar Nanoq: „Vil bara beina því til fólks að sýna stillingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 21:22 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25